Fimmtudagur, 6. apríl 2006
Halló hæ...
Já þá er maður búinn að flytja sig um set, allavega prufa það.
Það er svo sem ekki mikið búið að ske hjá mér síðustu daga spiluðum við Gummersb. í gær fyrir framan 15:000 þúsund manns sirka sem var skemtileg upplifun allavega fyrir þá sem spiluðu.
Samt ekki eins mikil stemning og ætla mætti af 15 Þús. stuðningsmönnum. Robbi spilaði vel og Gauji hefur oft verið betri. Gummersb hafði sigur 27-21 í frekar döprum leik fannst mér.
Núna er komið 2 vikna hlé á deildinni og við fáum frí næstu helgi þannig að við fammelían ætlum að skella okkur til Amsterdam og skoða okkur um.
Já og þá er það orðið staðfest með Birki Ívar og látum bara stjörnuspánna tala.(hehe)
Meyja (23. ágúst - 23. september):
Þú ert einn leiðinlegasti maður í
heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei
neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en
gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert
stressuð taugahrúga.
Annars er ég búinn að finna þá íþrótt sem ég gæti farið að stunda eftir handboltann og tekið mömmu með mér í lið og náð langt í. Krulla er málið ekki flókinn íþrótt sem þarfnast ekki mikils líkamlegs þol. Og af hverju að taka mömmu með mér? jú hún hefur skúrað, sópað og skrúppað allnokkra fermetra um árinn enda var hún að vinna við að að skúra gólf og þar af leiðandi yfirburðarskrúppari í krullu, svo getur hún fengið einhverja með sér sem var að vinna með henni. Ég get einbeitt mér að því að renna krulluni eða hvað sem þetta kallast, og vera svona heilinn í hópnum enda er ég búinn að horfa á nokkuð mörg mót af krullu sem er mikið sýnt af hérna úti og pæla mikið í þessu....
En svo mæli ég með því að þið skoðið www.blog.central.is/herramenn og lesið snildar lýsingar frá okkar aðal íþróttafréttamönnum í gegnum árin, Hemmi Gunn Bjarni Fel og fleiri, fara hamförum við að lýsa hanbolta- eða fótboltaleikjum. Alltaf jafn fyndið....
Athugasemdir
já en þú ert ennþá langleiðinlegasti maður í heimi og Vignir er ennþá lang langleiðinlegast maður í heimi.
Birkir Ívar Guðmundsson, 7.4.2006 kl. 09:54
Vááá hvað Birkir er leiðinlegur, gæti hann verið eitthvað leiðinlegri..... NEI
Til lukku með nýja síðu Þórir sonur golunnar.
Vignir Svavarsson, 8.4.2006 kl. 10:14
jújú, Birkir þú ert fínn sprellikall....einmitt, Tók, til hamingju með að fá Skinkuhöfuð til þín ehheehhe.
Formenn, 8.4.2006 kl. 19:46
oo ég var að vonast að þarna stæði: við familyan til Íslands að hitta Siggu. En það stóð ekki. Maður fær nú ekki allt sem maður vill.
Sigga (IP-tala skráð) 11.4.2006 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.